Í morgun þegar ég ætlaði að fá mér að borða fékk ég svona skrítna, óþægilega tilfinningu á tungunni. Eins og þegar maður er búinn að borða miðjuna úr kiwi (eða er það bara ég sem finn það?). Svo kíkti ég á tunguna á mér og sá að það eru litlar rauðar bólur á henni. Svo er ég að fá hálsbólgu. Er þetta eitthvað óeðlilegt?