Hæhæ, þetta byrjaði allt í einu í gær þegar ég kom heim. Ég fékk lítilsháttar doða um líkamann, svimi fylgdi síðan seinna um kvöldið rétt áður en ég fór að sofa. Ég vaknaði sífellt í nótt með höfuðverk og mikill hrollur fór alltaf um mig og mér fannst ég vera svakalega þungur(erfitt að sofna aftur, erfitt að standa upp) og var rosalega þyrstur og fór fram til að þamba vatn.

Svona leið mér í mestallan dag þangað til núna. Núna er ég með væga beinverki í hnjánum(ástæðan fyrir því gæti verið að ég er tiltölulega nýbyrjaður að lyfta og er búinn að reyna mikið á hnéin) smá svima og höfuðverk, enga matarlyst en líður svosem þokkalega miðað við í nótt.


Veit einhver hvað gæti verið? Er þetta eitthvað sem maður ætti að hafa miklar áhyggjur af?