Ég er að fara að byrja í world class.
Ég var í fótbolta á milljón og allt í góðu stuði, svo fékk ég ógeð af því og hef varla hreyft mig í hálft ár :( ákvað að gera eitthvað í þessu og er að fara að byrja í ræktinni, er ekki sniðugt að hlaupa bara fyrstu skiptin, koma upp smá þoli áður en ég fer að lyfta.
Ég er nú samt ekkert í skíta formi en miklu verra en ég var áður.

Ég veit í hreinskilni ekkert hvernig það virkar að vera í líkamsrækt, en ég hef bullandi áhuga á að fara að hreyfa mig meira og stunda þetta á fullu.

Og svo er annað - hvaða fæða er best með þessu? 100% skyr alla daga eða? :)

Endilega komiði með einhver svona “golden rules”

Með fyrirfram þökkum.