Þangað til fyrir u.þ.b. 2 árum drakk ég varla meira en 1-2 glös af vatni á dag og sjaldan neinn annan vökva nema í einhverjum sérstökum tilvikum. Svo fór ég að verða svo oft veik (veit ekki af hverju :S) og þá byrjaði ég að drekka meira vatn en ég hef ekki enn náð að venja mig á að drekka mikið og drekk oft ekki meira en lítra á dag.

Ég hef tekið eftir því að ef ég drekk eitthvað sérstaklega mikið þarf ég að pissa oft á kvöldin (þá meina ég á 15-30 mín. fresti)

Er þetta eðlilegt þegar ég drekk minna vatn en ég á að gera? Eða er ég að drekka nóg vatn? Maður á alltaf að drekka 2 lítra …