Ég er að byrjað lyfta aftur eftir gott hlé með tilheyrandi sukki og ákvað að breyta aðeins um prógram/aðferð.

Eftirfarandi:

1. 1x 12-15 fremur létt lóð
2. þyngi og tek 10-12x
3. létti aðeins og tek 10-15x
4. þyngi verulega (þyngst af þessum 4) og tek 5-10x og klára vöðvan.

Ég bæti samt stundum við eða tek af reps eða sett eftir hvaða vöðvahóp ég er að taka.

Margir furða sig eflaust á afhverju ég létti á lóðunum þarna í æfingunni. Það er vegna þess að ég hef mikið heyrt talað um það að sjokkera/rugla vöðvann með þessu og eygi það að virka eitthvað betur.

Það getur annars vel verið að þetta sé bölvuð þvæla enda er þetta bara eitthvað sem ég hef heyrt útfrá mér og gaman væri að fá svör við því hvort þetta meiki eitthvað sense.

Annars finst mér að í þennan stutta tíma sem ég hef verið að prufa þetta þá fer þetta bara mjög vel í mig. Ég næ að klára vöðvann algjörlega og fínt frá því sem ég gerði áður sem var yfirleitt classískt 2-3sett og alltaf þyngt (sem var samt fínt)

En ef einhver er með betra prógram handa mér þá má hann endilega benda mér á það. Ps: Er eingöngu að nota handlóð, stöng og bekkpressu eins og er þar sem ég á eftir að endurnýja líkamsræktarkortið…