Loks hef ég asnast til að taka mig á og hætta þessari óhollustu og öllu því sem henni fylgir. Komin með kort í ræktinni en vil ná sem mestu af mér á sem stystum tíma þannig að ég hef ákveðið að snúa mér að Atkins kúrnum. Ég er búin að lesa mig vel til en vantar samt að fá að vita nokkra hluti svo ég bíð ykkur sem vita eða hafa prófað kúrinn að segja mér,
Má ég drekka undanrennu og te á Atkins? Og varðandi sósur með kjöti, er það leyfilegt?
Má borða grænmeti, og hvaða grænmeti er þá best? Svo líka með kartöflur, hverning virkar það ? Síðan hef ég lesið að egg eru leyfileg, harðsoðin þá eða?

Síðan líka þeir sem hafa prófað kúrinn endilega segið mér hverning gekk, svona til að hvetja mig aðeins :)
Takk fyrir fram :) kv.