Já núna er maður búinn að næla sér í þetta helvítis kvef sem fylgir vetrinum. Var svolítið slöpp í gær og svo versnaði það alltaf með kvöldinu. Fór ekki að sofa fyrr en um 12(Var að horfa á Master and Commander, mæli með henni).
En já kvefið mitt lýsist svona: Ég var í flíspeysu en mér var skítkalt, þannig að ég svaf inni hjá mömmu - hún er svo góður hitapoki.
Ég var andvaka og sver það ég helt sko að ég væri andsetin eða eitthvað:
Frá svona 2-3 var ég öll á iði, mér var ógeðslega heitt, mér leið eins og augun væru að springa og að drepast í hálsinum, var með svona slím í honum en gat ekki hóstað því upp - fann alltaf bara svona sting. Svo var ég bara eikkað spriklandi á fullu eins og ég væri orðin brjáluð og mér fannst ég ekkert ráða við mig, sængin lenti á gólfinu en nei mamma vaknaði ekki og spurði hvort það væri í lagi með mig - hraut bara (var spriklið kannski bara ímyndun?).
Svo ég bara varð að fara fram! Þannig að ég fór fram um 3 leitið og kíkti í spegilinn: Augun á mér voru ótrúlega rauð og blóðhlaupin. Mér leið ömurlega - hef aldrei verið svona slöpp útaf kvefi (er ekki með hita svo ég kalla þetta kvef) en já svo náði ég mér í jólajógúrt og fór að horfa á Crossing Jordan og svo fattaði ég að ég var búin að sjá þennan þátt og fór í þvílíka fýlu útí stöð2, skil samt ekki afhverju - hver fer í fýlu útaf endursýningum? Síðan fór ég inn til mömmu og bað hana að svona klóra mér í hausnum (er svolítið eins og köttur finnst þetta ótrúlega þægilegt sko) og hún svona umlaði eitthvað og byrjaði en þetta var alltaf bara svona pínu klór og svo sofnaði hún og ég eitthvað mamma! svo klóraði pínu meira og sofnaði þannig að ég nennti ekki að pæla í því meira og reyndi að sofna og einhverntímann klukkan 5 þá náði ég því.
Klukkan 9 hringdi vekjaraklukkan og vakti okkur og mamma hringdi útí skóla og ég hélt áfram að sofa en vaknaði svo aftur klukkan 10 og fór fram og fékk mér vatn og skreið uppí og fór fram klukkan 1.
Núna líður mér aðeins betur en samt er það pæling hvort maður verði ekki bara heima á morgun líka.

En jæja hafiði einhver góð “ráð” gegn kvefi. Drekkiði mikið af te-i? Eða hvað? Langar bara að vita.
takk fyrir
~bollasupa

og það er óþarfi að vera með skítkast útaf ég svaf uppí hjá mömmu minni eða eitthvað því mér er alveg sama - ekki eins og ég sofi þar daglega :)