Hætta á segareki vegna getnaðarvarnarpillna staðfest
Breskir vísindamenn hafa staðfest að konum sem taka svonefnda þriðju kynslóðar getnaðarvarnarpillu sé hættara við hættulegu blóðhlaupi en öðrum, svonefndu segareki.

Sérfræðingar leggja þó áherslu á að konum beri ekki að hætta notkun getnaðarvarna heldur leita ráða hjá læknum og skipta yfir í aðrar tegundir pillunnar.

Umræðan um segarek hófst síðla árs 1995 er vísindamenn vöruðu við því að konur sem tækju þriðju kynslóðar pillu ættu umfram aðrar konur á hættu að segarek yrði í fótum og mjaðmagrind.

Af ótta við afleiðingarnar hætti fjöldi kvenna einfaldlega að taka getnaðarvarnarpillur og svonefndum óæskilegum þungunum stórfjölgaði og fóstureyðingum í Bretlandi um 8%.

Hollenskir vísindamenn hafa nú dregið saman niðurstöður 114 rannsókna frá 1995 og samkvæmt þeim er 1,7% meiri hætta á segareki af völdum þriðju kynslóðar pillna en annarrar kynslóðar pillna.

Segarekshættan er sögð stafa af því að í nýrri pillutegundum eru notuð hormónin desogestrel eða gestodene, en levonorgestrel í eldri pillum.

Til þriðju kynslóðarinnar, eða nýjustu tegunda getnaðarvarnarpillna, teljast m.a. Femodene, ED, Triadene, Minulet, Tri-minulet, Marvelon og Mercilon.

Þetta er tekið af mbl.is

Ég hvet allar stelpur til að athuga hvort pillan þeirra sé 3. kynslóðarpilla, það er hægt að gera á netdoktir.is.
Ef þið eruð í áhættuhóp fyrir segarek ættuði að íhuga að skipta um tegund.

Þó bera að hafa í huga að hættan á að venjuleg heilbrigð kona fái segarek er hverfandi lítil og hún eykst ekki nema um 1,7% þó að tekin sé 3. kynsloóðarpilla.<br><br>Talbína
Talbína