Persónulega er ég orðinn þreyttur á öllum þessum upplýsingum sem gefnar eru út árlega varðandi fíkniefni. Ég hef náð því að flest fíkniefni eru ekki góð fyrir mann, jafnvel banvæn, en afhverju þarf alltaf að vera að koma með sama ruglið aftur og aftur?? Líkt og það að Kannabis sé “gate-way” drug. Þetta er nú bara að rugl þykir mér!!! Ef einhver sem að hefur reykt kannabis í mörg ár og fer svo yfir í harðari efni, þá er það vegna þess að þeim langar í eitthvað betra. Hugsunarháttur þeirra gæti verið sá: Hei, það sem ég fæ út úr kannabis er alveg frábært, en mig langar í eitthvað sterkara. Ég hugsa að sé litið yfir tölur um það hversu margir fari úr kannabis yfir í sterkari efnin, þá komi í ljós að það sé ekki hægt að flokka kannabis sem gate-way drug…
Og það að kannabis sé alveg hræðilegt fyrir fólk, hvað um þá sem þjást af krabbameini, og fara í þessar lyfjameðferðir sem valda því að það er nær ógerlegt fyrir það að borða? Ef það reykir kannabis, þá deyfir það líkamann og veldur svengd hjá þeim, svo því lýði að jafnaði betur, og hafi styrk til að berjast gegna krabbanum.
Síðan er bara “known faqt” að ekki er hægt að over-dosa á kannabis plöntunni! Einu skiptin sem fólk deyr vegna þess að það reykir plöntuna er vegna þess að það kafnar í sinni eigin ælu.
Ég er á því að fyrst það er verið að banna þetta vímuefni, þá eigi einnig að banna tóbak og áfengi, en fleirri eru háðir tóbaki heldur en fíkniefnum, og árlega deyja milljónir manna af völdum reykinga. En nei, stjórnvöld heimsins banna ekki tóbak eða áfengi vegna þess hve mikinn pening þeir fá frá fyrirtækjunum sem framleiða þessar vörur. Eins og í BNA, þar eru þingmenn styrktir af áfengis og tóbaksfyrirtækjum og þannig ná þau að koma í veg fyrir að þeim verði lokað.
Banna þetta allt segi ég!!!
“Can´t rain all the time” - Brandon Lee