jæja, nú er tími til kominn til að taka líkama sinn í gegn. Málið er það, að ég er ekkert alltof hrifin af íþróttum. Það sem mér finnst skemmtilegast er að synda, eða bara hlaupa. Þar sem mér finnst ekki sérstaklega áhugavert að vera úti að skokka í skítaveðri og slabbi hérna á klakanum, þá telst sund víst betri kostur.
Þá kemur spurningin.
Er sund heppileg íþrótt til að byggja upp vöðva?
Sumir segja að sund sé mest styrkjandi íþróttin. Aðrir segja að maður ætti frekar að fara að lyfta.

Getur einhver komið með rétt svar á þessu?