Sælir hugarar.
Ég á við örlítið vandamál að stríða. Eða ég veit ekki hvort það geti kallast vandamál þannig séð.

Málið er það að ég er óeðlilega orkulaus, er alltaf að fá aðsvif, er flökurt eftir hverja einustu máltíð (og þá er sama hvort að ég hafi verið að borða stóra máltíð eða epli…), með stanslausan höfuðverk og svima.

Ég tek inn járn og vítamín daglega, borða hollt og hreyfi mig mikið. Hvað í ósköpunum gæti þetta verið?