Sælir, ég er að taka efri líkama 3svar í viku og svo neðri 2svar, þ.e.a.s á Mánudögum er ég að taka efri (Brjóst, Tvíhöfða & Þríhöfða) og svo á Þriðjudögum Neðri (Frama og aftanverð læri, Rass & Kálfa) osfr, svo er ég að taka magann 2svar bara með þessum æfingum og ég geri þrek alla 5 dagana, þ.e hleyp og hjóla, hvíli svo um helgar.

Svo mín spurning er sú hvort ég sé að gera þetta vitlaust? Þarf ég að hvíla vöðvana meira en sólarhring? Ætti ég að skipta þessu niður á 3 daga? Þ.e efri, magi og aak og svo neðri?


P.S. Ég er búinn að missa núna 5 kíló á tæpum 3 vikum, óhollt?


Takk Takk.