ég er nýbyrjaður að æfa og langar til að bæta á mig vöðvum og verða dáldið massaður. Ég var að spá í hvort þetta myndi virka?

06:00 - 07:00, Lyfta lóðum og gera magaæfingar, armbeygjur og fleira í þeim dúr,
07:00, éta morgunmat, yfirleitt cocoa puffs eða cheerios
08:00, vinna
12:00, hádegismatur, einhver með uppástungur um eitthvað að éta í hádegismatnum? ég borða yfirleitt samloku í grillinu enn það er væntanlega ekki neitt rosalega hollt þannig að, með einhverjar betri hugmyndir?
04:30, éta, hvað getur maður étið í kaffinu sem er hollt? er vanur að éta kökur eða eitthvað, ættla að hætta því enn bara veit ekki um neitt hollt til að éta í kaffinu nema kannski hrökkbrauð…
uu, Stundum legg ég mig til 6-7 eftir kaffið, er það óhollt?
sirka 07:00, kvöldmatur
stundum æfi ég líka einhverntíman um kvöldin, ætti ég að reyna að gera það alltaf eða bara á morgnanna og stundum á kvöldin?
sirka 12:00, sofa

einhver með eitthvað sem gæti bætt þetta þannig að þetta virki betur?
Ég er btw ekkert feitur eða neitt, bara frekar venjulegur held ég, með svona smá fitu utan á mér reyndar.
og já, ég er á hreyfingu yfirleitt mestallann tímann í vinnunni frá átta til fjögur, enn ég fer reyndar bráðum að hætta að vinna því að skólinn fer að byrja aftur.