Ég veit ekki alveg hvað það er sem ég er að spyrja um. Er að fara hefja nám í HÍ en er ekki alveg viss hvort það sem ég valdi muni henta mér. Kannski liggur áhugi minn annarsstaðar, t.d. í heilsu og líkamsrækt, næringarfræði og þess háttar. Veit einhver hvort til er nám sem sameinar þætti næringarfræði, líkamsrækt (einkaþjálfun) og heilsufræði? Nám á háskólastigi sem gefur góða atvinnumöguleika. Þá er ég að tala um eitthvað sem er meira en venjulegur einkaþjálfari (en þó ekki sjúkraþjálfari). Ég veit að þetta eru skrýtnar spurningar en öll svör eru vel þegin ;)