Kannski eru sumir komnir með ógeð af því að lesa korka sem að eru frá eitthverjum unglingsstelpum sem eru að kvarta yfir þyngd og vaxtarlagi. Ég er það a.m.k en ég hef samt eitt að segja.

Ég er 15 ára og er með nákvæmlega engar mjaðmir né rass né neitt þannig kvenlegt… :/ Samt belgist maginn á mér út og ég fæ enga fitu þar sem ég vil hana. Ég er með BMI stuðulinn 21,8-23 (þetta er alltaf að fara upp og niður sem og þyngdin) og ég hef ekkert á móti því á meðan ég er í kjörþyngd. En er þetta eðlilegt? Ættu stelpur ekki að fara að fá eitthverja fitu á mjaðmir og rass og þess háttar? Þetta eru eitthvað svo vitlaus hlutföll ég er t.d með nokkuð mjóa fætur og allt það nema maginn!

Ég spyr bara: Er þetta eðlilegt? og/eða Er einhver sem er með sama “vandamál” og ég?

kv.
fröken fix kexpakkimexdakki