Vaknaði í morgun, steig fram úr rúminu, byrjaði að geispa og fann eitthvað… gera eitthvað. Eftir það var mjög sárt að opna munnin, ég reyndi að hreyfa kjálkan á alla mögulega vegu og núna get ég alveg opnað hann þó að ég finn fyrir nokkurskonar styrðleika í kjálkanum.

Ég mundi eftir að það var hægt að senda inn fyrirspurnir til lækna á doktor.is svo ég fór þangað. En nei, það er komin áskrift sem inniheldur mánaðargjald. Er virkilega ekki hægt að hafa einhverskonar frían upplýsingamiðil á milli læknis og kúnna (löngu hætt að vera sjúklingar)? Þurfum við að vakna kl.8 um morgun, panta símatíma sem gæti komið hvenær sem er, en bara um morgunin.