Sælt veri fólkið…

Langaði aðeins að ræða um innslag Ólafar Teits Guðnasonar um áhrif óbeinna reykinga á lungnakrabbameini í Sunnudagþættinum 13. febrúar. Hann fer með þvílíkar villur og sumar þeirra hlægilega vitlausar. Hann talar um að 1/10.000 sem reykja hvorki né verða fyrir óbeinum reykingum fái lungnakrabbamein (þetta má vel vera rétt en hann sýnir hvergi hvar hann fékk þessar líkur). Síðan talar hann um að óbeinar reykingar auki líkurnar um 20-30% og því séu líkurnar á að fá lungnakrabbamein ef maður reykir ekki, en verði fyrir óbeinum reykingum, 1/50.000!! Undarlegir reikningar hér á ferð:) Síðan talar hann um að ef það eigi að banna reykingar á kaffihúsum verði alveg eins að banna flugfreyjur líka því það séu meiri líkur á flugfreyja látist í flugslysi en að menn látist af óbeinum reykingum. Þetta er nú varla samanburðarhæft. Flugfreyjur geta bjargað mannslífum í starfi en kaffihúsareykingar gera engum gagn.