Borðar þú þegar þú ert ekki svangur/svöng?
Heldur þú áfram að borða óhóflega án þess að kunna á því skýringar?
Finnur þú til sektar og eftirsjár þegar þú hefur borðað yfir þig?
Eyðir þú miklum tíma og hugsun í mat?
Hugsar þú með ánægju og tilhökkun til þeirrar stundar þegar þú getur borðað ein/n?
Skipuleggur þú þetta leynilega át þitt fyrirfram?
Borðar þú í hófi innan um fólk; en bætir þér það upp eftir á?

Ef þig langar að vita hvernig OA félagar hafa fengið bata frá átröskun og ofáti, ertu velkominn á opinn OA fund á miðvikudaginn 19. janúar kl. 20:15 á Tjarnargötu 20, Reykjavík.

Þrír OA félagar segja sögu sína.
www.oa.is