Ég hef tekið eftir því að ég svitna orðið mikið meira í skyrtum úr púra gerviefni heldur en náttúrefnum. Þetta er svo skrýtið að maður verður ekki var við það svo mikið. Þetta er misjafnt eftir aðstæðum og gerist oftar en áður. Ég nota mikið föt úr gerviefnum eins og polyester, á margar flíspeysur og fíla það vel að vera í þeim og finnst þær þægilegar ef að frá er skilið þetta stöðurafmagnsvesen sem að alltaf er í þeim, þá á ég margar buxur úr 100% polyester og finnst ok að vera í þeim en þessar skyrtur sem að mér finnst ég svitna meira í eðlilegt getur talist eru allar svona með silki áferð og mjög flottar, úr polyester. Kannast fleiri við þetta og hvað finnst ykkur um gerviefni í fötum er þetta eitthvað sem að ekki er hollt að vera mikið í gerviefnisfötum? September.