Herbal life ???
ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvort að herbal life sé eitthvað sem maður ætti að hallast að og samþykkja, nú er ég að vinna á heilbrigðisstofnun þar sem margar mjög þykkar konur koma inn á. Þær spyrja mann um þetta og ég stend á gati. Ég las um daginn grein um vítamín og ef maður tæki vítamín áf hverjum degi alla ævi þá gæti maður fengið ýmiskonar eitranir vegna ofskammta af þessu. Það þurfa ekki allir sama skammt af vítamíni. Herbal life er náttulega stútfullt af vítamínum og þú tekur það 2x á dag er það ekki of mikið? Ég tala nú ekki um allt þetta prótein, endar þetta ekki með því að við förum í ketósu og nýrnabilun og nú er fólk farið að bæta prótein út í herbal sjeikana sína. Er þetta ekki manndrepandi og svelt þó það hjálpi mörgum. Er ávinningur af megruninni eða fáum við eitthvað annað í staðinn. Ég er ekki alveg sammála þessu, hvað segið þið ??