Kvíðaköst eða eins og ég vill kalla það: Hræðsluköst er slæmt vandamál sem frekar fáir vita af. Það er alls ekki talað mikið um að fólk sé að fá svona köst oft. Sumir fá þetta bara við sérstakar aðstæður eins og rétt áður en það heldur ræðu eða í sjónvarp, en þá er þetta vanalega bara kallað sviðskrekkur eða eitthvað þvíanlíkt.

Ég er að tala af reynslu, ég fékk stundum nokkrum sinnum í viku svona hræðslukast, bara á kvöldinn. Ég fékk hræðsuköst vegna þess að ég var að hræðast allskonar sjúkdóma eins og þundlyndi og átröskunarsjúkdóma, en líka eins og sumum mundi nú finnast asnalegt, ælupest. Tilhugsunin að æla er fyrir mig eiginlega það versta sem gæti gerst upp á geðheilsu. Það er bara eitthvað sem ég get bara ekki líst…

Hræðslu- / Kvíðaköstin hvafa minnkað til muna núna ég ákvað bara að vera jákvæð og ánægð með lífið eins og það er, fyrir mér er það nánast fullkomið. En til að komast yfir þetta þarf maður að vera reiður og neita að láta þetta stjórna lífi manns. Það er mjög miklvægt bara að líta á góðu hliðarnar í stað þeirra slæmu, þá gengur allt miklu betur. Svo er líka gott að geta talað um það í stað fyrir að fela sig á bakvið brosið.