hæhæ.. ég er þannig týpa að ég fæ ofnæmi af ýmsu. alls ekkert alvarlegt ofnæmi en það lýsir sér þannig að ég er með þetta venjulega barnaexem þrátt fyrir að vera orðin 21 árs og svo fæ ég þurrk í augun og stundum í húðina.

er einhver sem veit hvað er svona sirka óhollast fyrir mig í mataræðinu. læknir hefur oft sagt mér hvað skal gera en ég vil heyra það frá fólki sem hefur reynslu af þessu.

vil einnig benda á að það eru mjög mörg efni í ýmsum snyrtivörum sem geta valdið ofnæmi og getur það valdið allskonar kvillum. hvað eru þið að nota?

Ps. veit einhver eitthvað um “sveppasýkingu” í líkamanum… ekki þessi týpíska þið vitið hjá konum og fólki með fótsvepp:)
ævintýrin gerast þegar þú vilt að þau gerist…