Það hefur verið vandamál hjá mér upp á síðkastið að ég get varla borðað kjöt. Mér finnst það gott á bragðið og svoleiðis en mér finnst alltaf eins og ég sé að borða mannakjöt. Veit einhver, einhver ráð við þessu því að mig langar eiginlega ekki að verða grænmetisæta.
Svo oftast þegar ég sé bræddan ost þá kúgast ég oftast. Það má ekki vera mikill bræddur ostur á pizzu annars borða ég hana ekki. Og ostur á einhverju öðru er bara hreint út sagt ógeðslegur.
Hefur einhver annars hérna lent í einhverju líku þessu?