Ég hef oft verið með kvef og núna er ég veikur og meðal annars með kvef, það er alveg óðolandi að vera með kvef alltaf að sjúga í nösina snýta sér o.g.f en ég er með lausn á þessu. Ég mundi alltíeinu frá aðferð sem systir mín kenndi mér.
Þú fyllir vatn í pott setur hann á hellu og ekki setja hann í heitasta bara smá hita, svo helliru smá salti oní ekki mikið því of mikið lætur mann líða illa, en þegar þú ert búinn að setja salt í pottinn skaltu taka pottinn af hellunni, og lætur hann kólna í stutta stund og lætur þetta bara vera volgt. Svo þegar þú ert búin/n að þessu skaltu setja þetta í ílát helst með svona mjóum enda, svo skaltu halla hausnum til hliðar og setja vatnið í nefið ræður hvaða nös þú byrjar á en ef þú setur það í hægri skaltu láta vatnið leka út um vinstri, hljómar kannski soldið ógeðslegt en hverjum er ekki sama ef þetta lætur mann losna við kvef, en þetta hreinsar nefið þitt mjög vel ef ég verð að segja og mér líður miklu betur núna eftir að hafa gert þetta.
En settu þetta rólega í nefið á þér ekki stökkva upp þegar þetta kemur því annars eyðilegtst þetta bara, getur stundum verið smá óðægilegt en þetta lagar mjög mikið, muna setja í báðar nasir og þegar þú ert búinn skaltu þvo nefið þitt með eldhúspappír eða eitthvað og þú finnur ef þetta hefur virkar :D takk
ratatat: