hm…það er enginn að tala um tannpínu á heilsu en ég veit ekki hvar annars staðar ég á að setja þetta.

Þannig er mál með vexti að glerungurinn er að eyðast hjá mér og því er ég alltaf með tannkul. Tannlæknirinn sagði mér bara að nota sensodyne og mjúkan tannbursta.
En nú er ég búin að vera að þessu og nota munnskol og mér finnst þetta bara versna. Eg fæ tannkul af versta tagi á hverjum degi núna og í dag bókstaflega grét ég af sársauka, tók verkjalyf og fór beint í rúmið að reyna að sofna. Þetta er líka í svo langan tíma.
Er einhver sem kannast við þetta vandamál og hefur fengið góða lausn við þessu? Hvað er hægt að gera?

Og eitt enn…ég ætlaði að hringja í tannlæknavaktina en viti menn…hún er bara opin í 2 tíma á dag! Er hægt að kalla þetta tannlæknavakt??? Mér var bent á að fara á slysó en bara ef það væri mjög alvarlegt, slys eða eitthvað. Hrmpf! Verð víst að bíða til morguns og hringja í tannlækninn minn.