Hæ, fullt af kúl punktum komnir fram í fyrri svörum, ég reyki sjálfur og finnst ákveðin tvískinnungsháttur í þessu, það er borðliggjandi að reykingar auka líkur á ýmsum sjúkdómum þó að því miður sumir dragi stysta stráið og veikist án þess að hafa nokkur tíman reykt.

Kostnaður sem fylgir fjölda sjúkdóma sem raktir eru bein til reykinga á að vera mun meiri en þeir peningar sem ríkið græðir á sölu tóbaks, samt setur ríkið ekki niður fótinn og bannar sölu á vöru sem veldur fólki augljósum skaða. Á sama tíma er verið að skera niður í ummönnun sjúklinga á almennum sjúkrastofnunum.

Oft er reynt að binda reykinga við t.d drykkju, ef menn geta drukkið eiga menn að geta reykt. Vissulega veldur ofdrykkja hörmungum og sorg, en ég held að þetta sé orðin þunnur ís með það, þú verður ekki fyrir neinum skaða þó t.d foreldrar þínir fái sér rauðvín með mat og þess vegna segjum koníak á eftir. Drykkja í hófi eins of flest annað á ekki að vera neitt lífshættuleg. Ef þeir hinsvegar svæla ofan í þig reyk þá er það allt annað mál. Það er ekki til neitt sem heitir reykingar í hófi!

Þetta endar held ég á að ef fólk hefur rétt á að reykja þá hlýtur annað fólk að hafa rétt á því að þurfa ekki að draga ofan í sig eitthvað sem kannski eða kannski ekki getur valdið því skaða.

Þannig að bara banna þetta sjitt, ég væri sorrý í smá tíma en kæmist yfir það, það gera flestir sem hætta.

Out í bili