Málið er að ég er 14 ára og ég er ennþá að vaxa en það er sko það, að ég get aldrei sofnað á kvöldin. Ég veit ekki af hverju en alltaf þegar ég leggst upp í rúm á kvöldin þá byrja ég að hugsa svo mikið og fatta þá ýmsa hluti sem ég hef gleymt yfir daginn eins og að læra heimanámið eða eitthvað og þá get ég aldrei sofnað fyrr en svona 2 tímum eftir að ég fer upp í rúm. Ég talaði við skólahjúkkuna útaf þessu og hún sagði að ég yrði að ná a.m.k. 8 tíma svefni ef að ég ætlaði að stækka meira og svoleiðis og sagði að þetta væri örugglega bara stress of lét mig hafa nokkrar æfingar til að gera áður en ég færi upp í rúm og ég gerði það en þær virka ekkert. Hún mælir ekki með svefnlyfi eða neinu svoleiðis. Veit einhver hvað ég get gert???

Ps. Ég hef reynt ýmislegt.. t.d. að fara í bað á kvöldin, lesa moggann, skipta um sængurver, þvo þvott, gera æfingar og hlusta á útvarp.. !! Ég hef reynt næstum því allt, en ekkert virkar! Veit einhver hvað ég get gert??<br><br>Kv. Arkano
-Arkano