Ég er að pæla í því að skella mér á eins og eitt hlaupabretti eða eitthvað svipað sem ég get notað heima hjá mér til að koma mér í form. Ég er að gefast upp á þessum útihlaupum yfir há veturinn, það er óþægilegt og svo er maður alltaf við það að fljúa á hausinn í smá hálku. Ég ætlaði að kaupa mér kort í líkamsræktarstöð en það er svo dýrt að ég tími því varla. Mér datt það snjallræði í hug að skella mér á eitt stykki hlaupabretti og plugga því inn í bílskúr. Þannig að ég var að pæla hvort einhver vissi hvar (eða hvort) það væri hægt að kaupa sér hlaupabretti og ef svo er hvað það kostaði…