Okey, fyrir einhverjum 5-7 árum þegar ég var svona 11, 12 eða 13 ára fékk ég einhvern ógeðslegan vírus í munninn, hann leit út eins og einhver hvít bóla í munninum á mér sem fór fremst á tunguna, á miðja efri vörina og inní kinnunum á 2 stöðum!

Ég losnaði við sársaukann sem fylgdi þessu en þetta hefur alltaf verið óþægilegt, ekkert mikið og þessar hvítu bólur (ekki bólur, þetta var meira sár eða eitthvað sem var hvítt á litinn) fóru og komu aldrei aftur.

Svo um daginn sé ég eina svona hvíta “bólu” inní hægri kinninni minni, ekkert óþægilegt en hugsunin um að þetta er að koma aftur er skelfileg!

Kannast einhver við þetta? Veit einhver um lækningu við þessu eða um einhvern sem veit um lækningu við þessu? Er þetta bara munnangur á virkilega háu stigi? Hjálp, veit ekkert!