Ég setti þetta inná heilsu því að maður er ekki 100% heilbrigður ef maður er ekki hamingjusamur og maður er yfirleitt ekki hamingjusamur með lítið sjálfstraust.
Ég hef reynslu af þessu sjálf og skil alveg ósköp vel hvað það getur verið erfitt að sætta sig við sjálfan sig, en það er bara eitthvað sem þið verðið að gera!
Svo hættið að segja “ég er svo ljót/ur og kann ekki neitt” í staðinn skuluð þið segja “ég er bara ósköp fín/n í útliti ef ekki bara sæt/ur og ég er góð í fótbolta eða að spila á gítar eða í stærðfræði eða handmennt (bara það sem þið kunnið)”
Nei, þið eruð ekki egó ef þið segið þetta við ykkur sjálf.
Enginn sagði ykkur að hrópa um alla ganga “ég er sætust/sætastur og best/ur”
En verið samt með á nótunum og ekki leyfa neinum að tala niður til ykkar, alls ekki. Ef ykkur finnst einhver vera að gera það þá látið hann vita kurteisislega og ef hann æsist eitthvað (aðilinn sem angrar ykkur) skuluð þið vera alveg róleg því þá sýniði hve þroskuð þið eruð.
Og í alvöru þetta er ekki kjaftæði, það hjálpar að horfa í spegilinn brosa og segja við sjálfa/n þig ég er best/ur og geðveikt sæt/ur.
Munið þið svo að enginn, ENGINN má særa ykkur, hvorki andlega né líkamlega, tala niður til ykkar eða gera eitthvað annað ljótt!
Ef einhver auli gerir það gleymdu honum þá!
Enginn gagnrýnir ykkur meira en þið sjálf!
Þið eruð þess virði dúllurnar mínar, þið eruð bestar!
Gangi ykkur vel,
Rósa :)
Ég hef mínar skoðanir…