Ég vildi bara segja nokkur orð um átröskun. Ég hef alltaf verið grönn en ég flokkast samt ekki undir anorexíu eða bulemiu heldur er ég bara með átröskun svona opið orð yfir alla átröskunar sjúkdóma. ég er í meðferð núna upp á geðdeild landspítalans og ég veit ekkert hvort það muni hjálpa eða ekki en málið er það að ég er 19 ára og 172 cm og 52 kg ekkert óeðlilegt þar held ég flestir segja bara að ég sé grönn og allt það en það sem mig langaði að fá að vita er það hvort einhver hafi verið með þennan sjúkdóm og læknast og þá hvernig. því að það er ekkert sem ég vildi frekar en að vakna á morgnanna og sjá það sem allir aðrir sjá en í staðin sé ég bara fitu klessur út um allt á rassinum á lærunum og allstaðar mér finnst þetta hræðilegt ég get tildæmis ekki klæðst flottum fötum ég vil helst alltaf fara í einhverju víðu svo “spikið” sjáist ekki. Ég hef verið að tala við geðlæknin minn og spurt han um það hvernig maður geti losað sig við þetta ég fékk engin svör endilega ef það er einhver þarna sem getur hjálpað mér eða sagt eitthvað smá þá væri það mikil hjálp og það þíðir ekki bara að segja hættu að hugsa um þetta ég hef reynt það dugar ekki.