Kæru hugarar.

Það hafa áræðanlega fleiri en ég tekið eftir því að það eru rosalega margir unglingar og krakkar í dag sem eru svo óánægðir með sjálfan sig eins því þeir eru t.d. feitir, ljótir, litlir og stórir og bara allt of margt sem hægt er að finna. Það eru alltof margir sem kvarta yfir því að þeir séu svo feitir og þeir verði að fara í megrun, það eru ennþá fleiri sem kvarta yfir því að þeir séu svo ljótir og það horfi allir á þá því þeir séu svo ljótir, það eru ekki margir sem kvarta yfir því að þeir séu svo stórir eða svo litlir, oftast er fólk hrætt um að vera öðruvísi því þeir eru að hugsa um álit annara krakka og unglinga. Verið bara ánægð með ykkur sjálf eins og þið eruð og látiði ekki aðra segja ykkur hvernig þið eigið að líta út það eru þið sem ráðið því ekki einhver Jón út í bæ eða einhver annar. Kv.Stebbz:)