Nú er nýliðanámskeið flugbjörgunarsveitarinnar að hefjast. Þetta er tækifæri sem gefst eingöngu einu sinni á ári. Að taka þátt í nýliðanámskeiðinu, sem tekur tvo vetur, er ein besta leið sem hægt er að hugsa sér til að læra fjallamennsku, koma sér í form og almennt bæta andlega og líkamlega heilsu sem ég hef komist í kynni við. Mæli eindregið með því við að menn kíki á kynningarfundinn sem verður mánudaginn 8. september kl 20:00. Auglýsingin hljómar annars svona:

“Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík býður upp á kröftugt og helibrigt starf í góðum félagsskap. Á dagskrá FBSR má finna eitthvað fyrir alla, t.d: Fjallamennsku, klifur, skíðaferðir, skyndihjálp, fallhlífastökk og margt, margt fleira.

Hafir þú áhuga, og ert orðin(n) 17 ára, mættu þá á kynningarfund mánudaginn 8. september kl. 20:00 í björgunarmiðstöð FBSR við Flugvallavega, við hliðina á Bílaleigu Flugleiða.

Flokkstjórar nýliðaflokks FBSR”
-Gulli