Ég er búinn að vera á leiðinni að halda áfram að stunda þessa margblessuðu líkamsrækt og ætla núna á næstunni að slá til og kaupa mér 6 mánaða kort og mæta alltaf annan hvern dag (leyfi mér kannski stundum 3. hvern dag :)

En spurningin er, hvaða líkamsræktarstöð er best? Ég hef verið í Hreyfingu og líkaði vel og það eru mestu líkurnar að ég endi þar en lóðasalurinn er frekar slappur þótt að allt hitt sé í toppformi, ég hef farið í Sporthúsið og fannst það hryllingur. Veit einhver um aðra góða staði fyrir fólk eins og mig :D

Takk fyrir.