Hæj ég er 15 ára stelpa sem er gjörsamlega nammisjúk, ég borða svo mikið nammi að það er ekki eðlilegt og ég get ekki hætt að borða það.. Og líka kók, ég er algjör kókisti.. Þrátt fyrir að ég sé með nammi uppí mér allan daginn og kók hliðiná mér er ég grönn og ekki með bólur, en vil hætta þessu. En það er bara svo erfitt að hætta, og ég kannski ekki búin að drekka kók í hálfan dag þá fæ ég frákastar einkenni. Ég veit að ykkur finnst hálfur dagur varla vera mikið en það er mikið fyrir mér.. Ég stunda líka íþróttir af fullum krafti, en nammið og kókið skemmir væntanlega líka fyrir mér… En vitiði um góða leið til að hætta, ég á svo erfitt með að hætta, og það dugar mér ekki að hugsa, já ég sleppi nammi og fæ mér gulrót… Það finnst mér ekki vera spennandi.