Ég veit ekki alveg hvar ég átti að setja þetta en ég vona að einhver geti hjálpað mér. Þannig er mál með vexti að ég er 14 ára gömul stelpa. Ég er byrjuð á blæðingum og hef haft þær í c.a. 1 ár. En fyrst voru þær alltaf mjög litlar eða venjulegar og stóðu kanski í 3-4 daga. En núna er ég á blæðingum í 7-8 daga. En allaveg fannst mömmu minni þetta eitthvað skrítið og sendi mig til læknis en hann sagði að þetta væri eðlilegt, en þegar ég sagði að ég þyrfti að skipta um bindi/tappa (nota tappa super plus og næturbindi) á klst. fresti fannst honum þetta dálítið skrítið. En hann vill ekkert gera, hann segir að ég sé of ung til þess að ég gæti fengið einhver lyf. Kunni þið einhver ráð til þess að minnka blæðingar. Öll ráð vel þegin.