Komiði sæl,
ég hafði reykt í ca. 5-6 ár þegar ég ákvað nú að hætta þessum viðbjóði og er mjög ánægður með að hafa tekist það, hef núna ekki reykt í eitt ár… Þegar ég hætti fann ég fyrir þessu sem reykingafólk kannast líklega við, pirringinn…og eftir það fékk ég þörfina fyrir að narta í eitthvað víst ég fékk ekki sígrettuna…ég var duglegur að fá mér ávexti og holla djúsa o.fl….
en nú er bara málið sko….ég borða núna bara jafn mikið nammi eins og ég hef alltaf…ekkert óvenju mikið og ekkert of lítið….mataræðið er mjög svipað o.s.frv……og ég var búin að vera með sömu þyngdina á mér í mörg ár, enda hættur að stækka og svona…..en núna þegar ég steig á viktina….þá hef ég fitnað um 15-20kg!!!!! Ég hef alltaf átt erfitt með það að grenna mig og líka að fitna, ég er einhvernveginn bara fastur á sömu tölunum…og núna þegar ég hef fitnað svona veit ég ekkert hvernig ég á að losa mig við þetta :o( Getur einhver gefið mér heilsuráð?….hvernig og hvað er best að borða, æfingar o.fl sem gæti hjálpað mér.. :(