Verkur undir hæl (plantar fascitis):

Er algeng tegund meiðsla hjá hlaupurum og einn af hverjum sex langhlaupurum verða fyrir þessu. Þeir sem æfa mikið fá meiðslin frekar en byrjendur, en formið á fætinum hefur einnig áhrif, þannig að þeir sem eru með háa rist (sérstaklega ef líka innhalli) fá þetta frekar en þeir sem eru plattfóta. Miklar hraðaæfingar, brekkusprettir, auk þess sem stöðug hlaup á hörðu undirlagi (malbik, steypa) og skór með lélegri dempun (t.d.keppnisskór) eiga einnig sinn þátt í meiðslunum.
piece out