Vitið þið hvað sætuefnið aspartame er og ef svo er, hvaða álit hafið þið á því?

Þeir sem ekki kannast við það þá er þetta í til dæmist diet kóki, Fresca, sykurskertum svala og mörgum þeim matvælum sem að eru “létt” á einhvern hátt.
—-

Persónulega þá hef ég reynt að hætta neyslu allra þeirra hluta sem aspartame finnst í eftir að bróðir minn byrjaði að tala um þetta og ég kynnti mér málið betur. Einnig hef ég heyrt ýmsar sögur um fólk sem telur að þetta efni hafi haft slæm áhrif á það og að eftir að hafa hætt neyslunni hafi líðan þess batnað.
Þrátt fyrir að engar raunverulegar sannanir hafi fundist fyrir því að þetta efni sé raunverulega skaðlegt finnst mér þetta nógu grunsamlegt til að vilja ekki neyta matvæla með þessu í. Verst hvað þetta er að finna í mörgum matvælum.

Það væri gaman að sjá hvað þið vitið og/eða finnst. :)
-Shimo
=)