Nú er þetta í fyrsta sinn sem að ég fer inn á þetta áhugamál og
datt í hug að skrifa nokkur orð um smá vandamál…

Já, sagan byrjar í skólanum, í fyrsta tíma á mánudegi og við
erum að halda áfram með þemaverkefnið okkar, kennarinn
kemur inn með fullan kassa af bókum sem hún (kennarinn)
setur á borð 2 metrum frá mér. Ég stekk upp og ætla að næla
mér í bók eftir höfundinn sem þemaverkefnið er um en það vill
ekki betur til en nöglin á stórutá rakst utan í borðið og ég fékk
sár. Sætisfélagi minn náði bókinni fyrir mig og hún fór að
ljósrita blaðsíðu fyrir mig. Á meðan er ég að drepast í tánni o
kennarinn og nokkur bekkjarsystkini mín taka eftir þessu. Ég
klæði mig úr sokknum og viti menn!! Hægri hluti naglar á
hægri stórutá er mölbrotinn og rifin upp!! það blæðir mikið og
kennarinn flýtir sér niður á kennaraskrifstou með mig. Því miður
er hjúkrunarkonan aldrei á mánudögum en
aðstoðarskólastjórinn, faðir besta vinar míns, setur stóran
plástur yfir brotið og einn að framan eftir að hann hafði skoðað
það og ráðfært sig við yfirgangavörð sem hefur lært
skyndihjálparnámskeið. Brotið er að angra mig því að ég get
ekki spilað íþróttir í þessu fína veðri og ekki er víst að ég geti
gert eitthvað á öskudaginn því ég á í erfiðleikum með að komast
í skó…ég þarf kannski að sleppa handboltaæfingum sem er
fúlt.

Hvað á ég að gera? Ég nenni ekki að vera svona 4ever? Á ég að
fara til læknis? ? ?? ??? Ég má ekki missa af öskudeginum…