Ég var að pæla, í sambandi við að grennast (sama um þyngdina) þá hvernig er best að haga planinu í líkamsræktinni. Ég er t.d. með plan sem er bara svona staðlað form og fer 3-4 sinnum í viku. En sem komið er hef ég ekki lést (búin að vera í rúman mánuð), ekki svo ég viti, en finnst ég samt hafa grennst aðeins.
Þetta plan æfi aðallega hendur, maga, bak og axlir. En eftir 20 mín í tækjunum (þyngi lóðin á 3 vikna fresti) þá er 15 mínútna brennsla.
Var að pæla hvort maður ætti að hafa það 30 mínútna brennslu? eða er maður þá kannski komin út í ofþjálfun? Núna hef ég tvo mánuði til að grennast og vinna þessa áskorun (allavega 1 af fyrstu þremur sætunum) og langar að vita svona hvernig væri best að haga mínum málum. Hef ekki efni á einkaþjálfara (bara taka það fram strax).
Eitt enn, hvernig getur maður losnað við fitu af upphandleggjum (er að fá vöðva… man ekki hvort það er tvíhöfðinn eða þríhöfðinn, það er allavega ofan á… vantar að losna við fitu undir.. hún er svo ógeðsleg)