Ég var ekki viss hvort þetta efni ætti frekar heima hér eða á “Tíska &útlit”, en ég ákvað að skella því bara hér.

Málið er það að ég hef tekið mjög mikið eftir því hversu margt ungt fólk er með slæma líkamsstöðu, þ.e. gengur um hokið og skakkt. Er þetta eitthvað kúl eða nennir fólkið ekki að standa undir sjálfu sér lengur?
Þetta á þó aðallega við um bakið. Það ljótasta sem ég sé eru ungar stelpur og strákar með næstum því KRYPPU á bakinu, efri hluti baksins sveigist fram og axlirnar eru frambeygðar og slappar, sérstaklega áberandi á skoppurum og hávöxnum stelpum (yfir 175 cm, meira til af þeim en margir halda). Þetta á þó ekki bara við um yngri aldurshópinn, margir fullorðnir eru svona líka.

Það er bara ekkert gott fyrir líkamann að bera sig eins og maður sé gömul kona með beinþynningu, og ekkert fallegt. Lungun ná ekki að fylla sig af súrefni eins auðveldlega og hryggsúlan fær aukið álag. Þar að auki virðist hokið fólk lágvaxnara en það er, brjóstin virðast minni hjá stelpum og maginn vill oft vísa fram og sýnist þá stærri.

Flest fólk þyrfti að vera mun meðvitaðra um hvernig það ber sig dagsdaglega. Röng líkamsstaða getur líka valdið vöðvabólgu og bara almennri þreytu í öxlum og baki. Með því að rétta úr bakinu og hafa axlirnar afslappaðar, kemst hryggurinn í rétta stöðu og vöðvarnir þurfa ekki að spennast að óþörfu. Þar að auki lítur fólk sem er beint í baki betur út líkamlega, hávaxnara og “virðulegra”, að mínu mati.
Ég vil því hvetja alla til að veita sjálfum sér og líkamsstöðu sinni aðeins athygli og vera meðvitaðir um hvernig hún er.

kv. Refur
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil