þetta er alveg óþolandi hjá mér, ég er núna búinn að stunda ræktina bráðum í mánuð og svo er ennþá sama að bögga mig, hægri höndin mín er svo miklu stærri en sú vinstri að það er ekki fyndið! Ég er varla með neina vöðva á vinstri höndinni en hægri heldur vel áfram að stækka.

Er einhver leið til að láta þetta jafnast út! Frekar asnalegt að vera í stuttermabol þar sem annar handleggurinn er þónokkuð stærri en hinn.

Svo eg ég kem með eina spurningu í lokin um prótein í mat, hvað eru mörg grömm af próteini í 100 grömmum af:

1. Eggjum
2. Kjöti
3. Kjúklingi
4. Fiski

Ég er nefnilega að telja próteingrömmin ofaní mig en þar sem ekkert stendur utaná pakkninum af þessum matvörum þá verð ég að spyrja ykkur hugarana um þetta!