Góðan dagin/n

Ég er nýbyrjaður að stunda líkamsrækt og þar sem ég er svo mikill byrjandi þá verð ég að spyrja ykkur um nokkrar spurningar sem væri mjög gott ef einhverjir gætu svarað!


Það vill svo til að ég er nýbúinn að kaupa mér Protein drykk sem heitir Tri Protein Plus frá Biochem.

1. En það sem ég geri þegar ég fer að blanda drykkinn er að skeiðin sem ég helli ofan í vatnsglasið getur ekki blandast almennilega, sama hvað ég hræri mikið þá vinnur vatnið ekkert á þessu dufti sem er á toppnum. Er einhver með hugmyndi hvernig má laga þetta? Á maður kannski að láta þetta í lokað ílát og hrista á fullu? Eða á ég kannski ekki að fylla skeiðina alveg?

2. Er það svo ekki rétt með Kreatínið að maður á að taka það inn á morgnana þá daga sem maður æfir ekki og dagana sem maður æfir á maður að taka það inn eftir æfingu? Veit einhver hversu mikill tími má líða á milli frá því að æfungunni lýkur og þangað til að maður tekur þetta inn? Eða skiptir það engu máli?

3. Svo er sagt að maður eigi að borða 6 máltíðir á dag til að hjálpa sér við að auka þyngidna, er þá ekki fæðubótarefnin tekin sem 1 máltíð hvor, þannig að ég þarf að borða 4 máltíðir og fá protein shake og kreatín blönduna?

4. Hefur einhver hérna reynslu af Cell Tech Kreatíninu frá Muscle Tech? Eða Tri Protein Plus eins og ég hef minnst hérna fyrr á? Hefur þeta reynst ykkur vel sem hafið prófað þetta?

5. Er það rétt að ef maður fer á fyllerí þá geta vöðvarnir ekki byggst upp í viku eða svo? Á þetta bara við ákveðin vín eða er þetta bara bull í mér?

Þið verðið að afsaka hversu mikill byrjandi ég er í þessu, en maður verður einhverntímann að læra þetta með fyrirfram þökkum!