Jæja, núna vantar mig smá ráðleggingar!

Málið er að mig bráðvantar ráðleggingar hvaða æfingar eru að virka vel fyrir bicep'inn. Gengur vel að byggja mig upp en þetta er vöðvi sem ég er að ná slakari árangri með en aðra líkamshluta - pirrar mig mjög.

Vantar semsagt upplýsingar um góðar æfingar, fjölda setta, hvíld milli setta, endurtekningar, o.s.frv.

Ég er að leita að aðeins nákvæmari leiðbeiningum en: “lyftu oft með lóðum” eða eitthvað álíka ;) Hef reynsluna af lyftingum en gæti þegið góð “tips” varðandi þetta.

Með fyrirfram þökk - thisman.