Ég bý í Garðabæ og var að fá Garðapóstinn inn um lúguna. Þar var dálítið sem vakti athygli mína, auglýsing frá Heilsugæslustöðinni í Garðabæ.

—————————————————

Móttaka fyrir ungt fólk í Garðabæ

Ert þú á aldrinum 14-20 ára?

Viltu ræða í trúnaði við hjúkrunafræðing, lækni eða félagsráðgjafa? Ef svo er ert þú velkomin(n) til okkar í Heilsugæsluna í Garðabæ á þriðjudögum kl. 15:30-16:30.

Sími 520 1800.

Þjónustan er ókeypis og tímapantanir óþarfar.

Þér er velkomið að ræða meðal annars um:

andlega vanlíðan (eins og kvíða og depurð)
erfiðleika í samskiptum við fjölskyldu og vini)
einelti
einmanaleika
getnaðarvarnir
kynlíf
k ynsjúkdóma
reykingar
áfengi
vímuefnaneyslu
útlit
b ólur
mataræði
þyngdina
líkamsrækt

og yfirleitt hvað eina sem þér liggur á hjarta.

Láttu sjá þig!

Heilsugæslan í Garðabæ
Garðatorgi 7, 210 Garðabæ
Sími 520 1800.

Tímapantanir eru óþarfar.
Aðgangur ókeypis.
Þagnarskylda.

—————————- ———————–

Ég fór svo inn á vef heilsugæslu Reykjavíkur og fann svipað á Seltjarnarnesi

—————————————————

Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi
við Suðurströnd
sími 561-2070
Móttaka fyrir ungt fólk 13 - 20 ára

er þjónusta sem sérstaklega er ætluð ungu fólki á aldrinum 13 - 20 ára. Á unglingsaldri vakna ýmsar spurningar varðandi útlit, þroska, kynlíf, getnaðarvarnir, áfengi- og fíkniefni svo eitthvað sé nefnt. Markmið þjónustunnar er að koma til móts við þarfir þessara einstaklinga og stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra með fræðslu, ráðgjöf og forvarnarstarfi.

Við hvetjum ungt fólkt til að mæta á staðinn, viðra hugmyndir sínar og ræða málin. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu.

Móttakan er opin mánudaga frá kl. 16 - 17 í húsnæði Heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi, þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur eru til viðtals.

——————————————- ——–

Ég vissi ekki að svona þjónusta væri neinstaðar, gæti líka trúað að þetta sé tiltölulega nýtilkomið.

Ég vona að aðrar heilsugæslustöðvar fylgji í kjölfarið !!

En datt í hug að posta þessu hérna fyrir þá sem vita ekki af þessu en gætu hugsað sér að notfæra sér þetta eða vita um einhverja.

Kv. catgirl
—————-
http://www.einhugur.com/Gedh eilsa