Jæja mér datt í hug um daginn í einhverju kasti að fara að vera dugleg að fara í sund og reyna að synda af krafti. Hef alltaf verið ferlega löt að hreyfa mig en þarf að gera það út af illri nauðsyn og þar sem mér hefur alltaf fundist gaman að synda þá datt mér í hug að það væri kannski eitthvað sem ég gæti endst í.

Fór meira að segja og keypti mér sundgleraugu til að sjá eitthvað í laugunum ( er svo nærsýn að ég sé ekkert án gleraugna ;-).

Jæja svo í dag datt mér í hug að fara í sund, ég hringdi í sundlaugina í Garðabæ og spurði hvenær skólasund væri, hef nefnilega lítinn áhuga á að mæta í sund og fá enga braut til að synda á. Mér var sagt að það væri skólasund til hálf sex á daginn og eftir það væru þeir sem eru að æfa með sundlaugina. Jújú var líka sagt að það væri pláss tekið frá fyrir almenning en ég meina í öll þau skipti sem ég hef farið í sund á svona tímum í öðrum sundlaugum þá hef ég alltaf þurft að deila braut með allt að 3 öðrum, eða þurft að bíða heillengi í heita pottinum eftir að komast í braut. Voða gaman eða hitt þó.

Ég fór svo að skoða fleiri laugar á netinu og allstaðar rakst ég á þetta skólasund, leikfimi, ungbarnasund, æfingar… og ég veit ekki hvað og hvað.

Hvað er eiginlega málið, er virkilega ekki ætlast til að maður fari í sund bara af því að manni dettur það í hug og þá til að synda en ekki hangsa í heitu pottunum ?

En jæja datt í hug að skella einni spurningu til ykkar kæru hugarar, vitiði um einhverja sundlaug þar sem líkurnar á að fá braut til að synda í tiltölulega ótruflaður séu býsna háar ?

kv. pirruð catgirl