Ég hef ætíð þjáðst af astma en eitt af mörgum skiptum sem ég hef fengið astmakast stendur mér ætíð í minni.
Ég var að verða 10 ára gömul, ég kom í skólann sem ég var í á mánudagsmorgni og átti að vera fram á föstudag, þar að segja að ég var í heimavistaskóla og var það bara hver annar mánudagur að fara snemma í skólann á mánudegi fyrir utan það að þessi vika og vikan á eftir áttu eftir að verða viðburðaríkari en aðrar.
Ég mætti í þá tíma sem ég var með í töflu en þegar kom að íþrótta tíma veigraði ég mér að mæta í tíma en mætti þó, ég hefði fengið nýjan íþróttakennara um haustið og ekki var hann áhugasamur um þá staðreynd að ég var með astma og mætti helst ekki reyna mikið á astman hjá mér, í tímanum var ég og bekkurinn settur í þrekþjálfun sem nýi kennarinn var með mikið dálæti á og þegar ég var búin að vera að hlaupa í einhverjar 10 mínútur var ég farin að finna fyrir þrengsli í lungunum og gat varla andað, ég bað um að fá að hætta en mér var ekki leyft það og fékk ég slæmt astmakast, viðkomandi kennari sendi mig til skólastjórans því að ég hreinlega hætti að hlaupa því að ég var í andnauð, ef það hafði ekki verið fyrir bekkjabræður mína væri ég líklega ekki hérna í dag.
Sögðu bekkjabræður mínir mér það að ég hefi næstum hætt að anda og höfðu þeir sótt astmalyf sem ég átti uppi á herbergi til að geta gefið mér einhvað, einnig sögðu þeir mér það að kennarinn hafi reynt að banna þeim að fara og hafi sagt við þá að ég væri bara að “látast” til að fá athygli… einhvað er það nú undarlegt.
Mér var einhvervegin komið til skólastjórans og sagði hann við mig að ég ætti að hlýða kennaranum mínum og ekki vera með …kjaft…
Strákarnir komu mér upp á herbergi og komu mér fyrir í rúminu og þegar það kom að því að ég og allir aðrir krakkar í skólanum áttu að fara í útivist sem var einn klukkutími þá var það einhver sem dröslaði mér út því að ég var hreinlega í of miklu mókki til að geta gert nokkuð, mér var einnig dröslað inn eftir útivistina en man ég eigi hver það var sem gjörði það.
Mér var síðan komið fyrir í rúminu mínu af ég held Sjöfn og Huldu sem voru vinkonur mínar á þeim tíma, næstu þrjá daga komu Sjöfn, Hulda og strákarnir í bekknum alltaf með einhvað handa mér að borða en ég gat ekki borðað því að ég gat næstum ekki andað, t.d. eitt vatnsglas dugði mér í 24 klukkutíma, loks daginn sem kennaraverkfall grunnskólakennara rann upp var hringt heim til mín og látið foreldra mína vita af því að ég væri veik, rauk þá faðir minn beinustu leið til skólans á traktornum til að sækja mig og yngri systur mína, var farið með mig beinustu leið heim því að það var allt ófært og ekki var hægt að komast á nærliggjandi heilsugæslustöð ég komst ekki á heilsugæsluna fyrr en um 16:00 næsta dag því að það var ekki búið að ryðja aðalvegina fyrr en þá en pabbi þurfti að keyra okkur mömmu og systkini mín á heilsugæslustöðina í dráttarvél og heilsugæslan er u.þ.b 25 km í burtu það virðist ekki mikið en við vorum í 30 mínútur að fara 5 km.
Ég var sett á einhver lyf, en mér var sagt ekki fyrir svo löngu af astma lækni að staðarlæknarnir hefðu átt að senda mig beinustu leið á sjúkrahús til að geta komið mér á rétt lyf og til að fá rétta aðgæslu, ég var nefnilega send heim strax eftir að það var búið að dæla lyfjunum í mig en við þurftum að fara á heilsugæsluna á þessa sömu vegu í heila viku eftir á og var ég veik meira og minna það sem eftir leið veturs.

kv. Taran