Sælt gott fólk, nú þarf ég ráð.
Mér var sagt upp störfum fyrir stuttu og upp úr því er ég að detta niður í þvílíka leti og áhugaleysi að það hálfa væri nóg. Ég bókstaflega nenni ekki eða sé tilganginn með neinu lengur. Ég ligg allann daginn hálfsofandi yfir Cartoon Network og Discovery. Eða hangi í heimskuleikjum í tölvunni.
Skuldir hlaðast upp og mér er bara alveg sama. Ég forðast að hitta fólk og loka mig bara inni. Allt sem ég geri krefst heilmikils átaks og þá er það gert með hangandi hendi.
Það tók mig t.d. margar vikur að skrá mig atvinnulausann, þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi missa tekjur.
Og mig satt að segja kvíður fyrir þegar ég fæ vinnu aftur, efast um að ég nenni að vinna.
Og þar sem ég er með háskólamenntun, þá hikar fólk að ráða mig í verkamannavinnu, því það veit að ég hætti um leið og ég finn starf við mitt hæfi.
Ég hef verið þunglyndur, en lyf halda því niðri. Samt dugir það ekki til. Ég kem mér ekki til læknis, einfaldlega of mikið vesen að panta tíma hjá geðlækni, því ég veit að ég þarf að bíða 2-3 vikur og sé því bara ekki tilganginn, auk þess sem það kostar sitt.
Ekki bætir úr skák að ég kvíð vetrinum, var næstum búinn að sálga mér síðasta vetur. Þó var ég nokkuð hress á þessum tíma í fyrra.
Hvað get ég gert? Hvernig kem ég mér af stað? Get ég leitað til einhvers? HJÁLP!
K.