jæja.. þá eru þessir dagar víst að verða taldir..
ekki tókst mér að losna við skítinn sjálf, heldur endaði ég inná sjúkrahúsi. Ég man reyndar ósköp lítið hvað gerðist né rétta tímaröð á hlutunum. Ég held ég hafi samt verið í ósköp anarlegu ástandi og nærri dauða en lífi þegar ég var lög inn. Og síðustu daga hef ég verið á róandi lyfjum og allskyns geðlyfjum til að halda mér rólegri og rúmliggjandi.
Ég man bara eftir þessu partý sem ég var í, allir bjóðani mér línur af hinu og þessu, ég var hætt að telja og vissi í raun ekkert hvað ég var farin að taka, svo einhverju seinna, held um viku, ranka ég við mér í einhverjum kjallara, lá á góflinu í eigin ælu og með sprautunál fasta við handlegginn. Ég gat ekki munað neitt, hvernig ég komst þanngað né hvort ég hafði sjálf verið að sprauta mig. Ég var dauðhrædd og ætlaði að koma mér þaðan út, en þótt ég reyndi gat ég ekki staðið upp, né hreyft mig neitt, ég varð paranoid af hræðslu um að nú væri ég lömuð í öllum líkamanum. Ég man eftir að loka augunum og hugsa til guðs, og einhverju seinna, ábyggilega nokkrum dögum man ég eftir að það var ungur maður sem var að hjálpa mér útúr bíl fyrir framan sjúkrahúsið. Ég vil þakka þessum manni kærlega fyrir, ég veit ekki hvort ég hafði beðið hann um að koma mér þanngað eða hvort hann gert það sjálfviljugur eftir að hafa fundið mig einhversstaðar en ég held það sé honum að þakka að ég sé á lífi.
Það er aldeilis að sumarið hefur farið í vaskinn hjá mér. Ég sem var farin að standa mig nokkuð ágætlega hérna í byrjun sumarsins.. En svona getur víst endaði hjá manni, og er maður þakklátur fyrir að vera á lífi í dag. Ef mér tekst núna að beina mér á rétta braut og halda öllu dópi frá mér í eitt ár get ég fengið víst forræði yfir dóttur minni aftur. Ég held það muni takast í þetta skiptið því ég kom svon nærri dauðanum að það hræðir mig.

Vona að enginn lendi í svona aðstæðum því þetta er ábyggilega eins og helvíti er.

Kv,

Charlene
Charlene